Gerðu jólaundirbúninginn enn ánægjulegri með fallegum vax innsiglum. Í þessu setti færðu þrjá stimpla með jólatengdum myndum, vax og skeið - allt sem þú þarft til að búa til falleg vax innsigli sem þú getur innsiglað bréf með, sett inní jólakort eða skreytt pakkana með.
Viltu skreyta umslög eða annað bréfsefni með fallegu innsigli að hætti kóngafólks og fyrirmenna miðalda? Vax innsigli eru skemmtileg leið til að loka bréfum og gefa þeim eilítið hátíðlegra yfirbragð.
Fallegt sett með þremur stimplum, vax kubbum til að bræða, skeið til að bræða kubbana, teljósi og gyllingarpenna. Allt sem til þarf.
- Þrír stimplar i í þessu setti: Gleðileg jól, Gjafapakki og Jólatré. Auðvelt að skipta um stimpla - allir stimplar eru með skrúfgangi.
- Tvær flöskur með vaxkubbum til að bræða. Nota þarf 3-4 vaxkubba til að gera eitt innsigli
- Vaxkubbarnir eru í mismunandi litum. Hægt að nota aðeins einn lit í innsigli eða blanda þeim saman til að fá öðruvísi áferð.
- Gyllingarpenni til að lita upphleyptu hluta innsiglisins og ljá þeim gyllta áferð. Bíðið þar til innsiglið er orðið alveg þurrt áður en penninn er notaður.
- Skeið til að bræða vaxkubbana í.
- Teljós