Einstaklega glæsileg viðhafnarumslög með fallegri áferð í pappírnum. Pappírinn er 186 gsm og með hrjúfri áferð. Þó þannig að hægt er að skrifa á hann.
Tilvalin til að nota fyrir boðsbréf í brúðkaup, afmæli eða aðra sérstaka viðburði.
Það er ekkert lím á umslögunum, heldur henta þau vel til að loka með innsigli. Einnig væri hægt að handlíma þau.
Stærð eftir brot er 15,5 x 10,5 cm og passar því með pappírnum sem við seljum einnig.
Ath að hvítu umslögin eru ekki úr sama pappír og lituðu umslögin.
Ef þú þarft meira magn en er fáanlegt hér á síðunni, hafðu endilega samband með tölvupósti.