Hornarúnnari (hornaskeri) klippir horn á pappír þannig að þau verði rúnnuð í stað þess að vera hvöss. Rúnnarinn getur klippt þrenns konar horn - mis rúnnuð.
Einfalt í notkun og gerir allt fallegra.
Þú stingur blaðinu í R4, R7 eða R10 hólfið og þrýstir niður handfanginu. Þá klippir rúnnarinn hornið svo það verði rúnnað. R4 R7 og R10 segja til um hversu rúnnað hornið verður.
Bakki undir rúnnaranum tekur við pappírnum sem skorinn er og þarf því að tæma bakkann af og til.
Virkar á venjulegan pappír, ljósmyndapappír, kort, nafnspjöld og fleira.
Algert þarfaþing í föndrið.