Óvenjulegur Humar

Veiðimaður í New Brunswick í Kanada fann á dögunum heldur óvenjulegan humar en humarinn var með hluta af logo af pepsi dós á einni klónni. Það er óvíst hvernig þetta endaði á humrinum en gott er að vekja athygli á því hversu rosalega mikið magn af rusli fólk hendir í sjóinn.

Magnið af plasthlutum sem er kastað í sjóinn er gríðarlegt og það hefur mikil áhrif á dýralífið neðansjávar en talið er að um 5.25 trilljón plasthlutir séu á floti í sjónum um þessar mundir. Humarinn var seldur ásamt fleirum sem að veiddust þennan sama dag svo það er nú líklegt að núna þá séu dagar pepsi humarsins svokallaða séu taldir.