Fyrirsætan Miranda Kerr er ófrísk

Súpermódelið Miranda Kerr á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Evan Spiegel en Evan er einn af stofnendum Snapchat. Fyrir á Miranda soninn Flynn en hún á Flynn með fyrrum eiginmanni sínum sem er leikarinn Orlando Bloom.

Parið er búið að vera saman í tæp 2 ár en í júlí 2016 þá trúlofuðu þau sig og gengu svo í hjónaband í maí á þessu ári. Miranda sem er 34 ára hefur lengi verið ein vinsælasta fyrirsæta heims og hún var lengi vel hluti af englum Victoria Secret vörumerkisins en ekki fyrir löngu sagði hún skilið við það og hefur núna m.a. stofnað sína eigin undirfatalínu.

Evan er 27 ára og er einn af stofendum forritsins Snapchat og þó hann sé ungur að árum þá er hann orðinn milljarðamæringur enda er Snapchat eitt af allra vinsælustu smáforritum heimsins.

Now, the pair is expecting their first child together. Congrats to the happy couple!

Þegar að Miranda og Evan gengu í hjónaband þá voru einungis 50 gestir viðstaddir en þau vildu hafa brúðkaupið lítið og fallegt og aðeins að hafa sína allra nánustu viðstadda.