Ótrúlegur Fundur Undan Ströndum Egyptalands

Nú á dögunum fundu fornleifafræðingar ótrúlegan fjársjóð á hafsbotni undan norðaustur strönd Egyptalands en þar fundu þeir þrjú skipsflök sem eru um 2000 ára gömul. Það sem búið er að finna nú þegar að t.d. kristalstytta af rómvesrkum hershöfðingja og nokkrir smápeningar sem má rekja til daga fyrsta keisara Rómar.

Image result for roman treasure in egypt coast

Styttan er talin vera af Rómverska hershöfðingjanum Marcus Antonius en hann er kannski meira þekktur í sögubókunum fyrir ástarsamband sitt við Egypsku drottninguna Cleopotru. En sagan segir Marcus hafi framið sjálfsvíg með því að stinga sig eftir hafa fengið falskar fregnir af því að Cleopatra hefði tekið sitt eigið líf.

Dr. Mostafa Waziri segir að hann gruni að fjórða skipið leynist þarna líka en þeir ætla að rannsaka þennan fund enn frekar og vonast hann eftir því að finna eithvað meira. Árið 2000 fundu fornleifafræðingar 2 borgir sem höfðu sokkið undir sjó en það eru borgirnar Heraklion og Menouthis og segir Dr. Mostafa að sá fundur sé með þeim skemmtilegustu og mest spennandi í sögu sjávarfunda.