Eitt Gamalt og Gott

Hér kemur eitt gamalt og gott lag sem er frá árinu 1995 en það er lagið Boom Boom Boom með Ameríska dúettinum Outhere Brothers. Í Bandaríkjunum náði lagið 65.sæti á Billboard listanum en lagið náði toppsætinu í Þýskalandi, Írlandi og Bretlandi.

Textinn í upprunalegu útgáfunni þótti of grófur fyrir útvarpið svo að það þurfti að gera aðra útgáfu fyrir útvaprið en upprunalegu útgáfuna má samt finna á remix smáskífu sem var gefin út seinna.