Bandormur varð hans bani

Fyrir nokkrum árum lést kólumbískur karlmaður sem var 41 árs en banamein hans var heldur undarlegt. Maðurinn var HIV smitaður en HIV veiran varð honum ekki að bana heldur bandormur sem að maðurinn var með innvortis.

Maðurinn sem hafði greinst HIV smitaður 7 árum áður veiktist mikið skyndilega, léttist hratt, fékk háan hita og mikinn hósta og þá var hann sendur í rannsókn og í skanna kom í ljós að nokkur líffæri hans voru þakin æxlum. Þegar að sýnin úr æxlunum voru rannsökuð kom í ljós að það æxlin innihéldu ekki hans dna heldur dna úr bandorminum.

Læknar og vísindamenn voru í áfalli enda hafði enginn heyrt um svona tilfelli áður en segja læknar að það gæti vel verið að þetta hefði gerst áður bara ekki verið skráð. En því miður þá lést maðurinn 72 klst. eftir að hann greindist.