Þetta er ótrúlegt en satt

Nýlega steig Bandarísk kona fram og sagði ótrúlega sögu sína en konan varð ófrísk á meðan að hún var ófrísk. Konan sem er 31 árs hafði samþykkt að ganga með barn fyrir kínversk hjón fyrir borgun og svo snemma á meðgöngunni þá fór konan í sónar og þar komu í ljós tvö fóstur. Læknarnir sögðu henni að hún ætti von á tvíburum og í framhaldinu þá var ákveðið að greiða henni meiri pening.

Drengirnir voru síðan teknir með keisaraskurði og fengu kínversku hjónin báða drengina en nokkrum vikum síðar þá fékk hún senda mynd af drengjunum og þar stóð að þeir væru ekkert líkir og hvort að hún gæti mögulega vitað ástæðuna en annar drengurinn var mun ljósari á hörund og það gat ekki staðist að þeir væru eineggja tvíburar.

Myndaniðurstaða fyrir different twins

DNA próf staðfesti svo gruninn en annar drengurinn var líffræðilegur sonur konunnar og kærasta hennar en hinn drenginn áttu kínversku hjónin. Fólk varð gjörsamlega orðlaust en þetta á ekki að vera hægt og það er afar afar sjaldgæft að þetta geti gerst.

Konan fékk á endanum drenginn sinn en það tók tíma og þurfti málið að fara fyrir dómstóla. En þegar að kona verður ófrísk þá hættir vanalega líkaminn að framleiða viss hormón og egglos hættir en það gerðist ekki í hennar tilfelli.

En báðir drengirnir eru við góða heilsu og konan segir að hún sjái alls ekki eftir því að hafa verið staðgöngumóðir en hún vonar samt að saga sín fái konur til þess að skoða málið vel og vandlega áður en þær taki ákvörðun.