Fimmta Baldwin barnið á leiðinni

Alec Baldwin og eiginkona hans Hilaria eiga von á fjórða barninu sínu en fyrir eiga þau börnin Carmen 4 ára, Rafael 2 ára og Leonardo 13 mánaða. En svo á Alec dótturin Ireland sem er 22 ára en hann á Ireland með leikkonunni Kim Basinger.

Myndaniðurstaða fyrir alec baldwin and hilaria

Þetta verður að teljast ansi góður árangur hjá Alec en kappinn er orðinn 58 ára á meðan að eiginkonan er aðeins 33 ára en þau hafa verið gift í 5 ár. En hjónakornin eru afar lukkuleg með barnasúpuna sína og svo eru þau líka nýbúin að endurnýja hjúskaparheitin.