Ekki láta þessa veislu framhjá þér fara

Thor: Ragnarok er komin í kvikmyndahús hérlendis en þessi mynd er algjör veisla og segja margir gagnrýnendur að þetta sé besta Marvel myndin hingað til. Flestir eru allavega sammála um að þetta sé langbesta myndin í Thor seríunni.

Íslendingar fá að sjá myndina viku áður en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum en myndin er fantagóð skemmtun frá upphafi til enda. Thor: Ragnarok er komin í kvikmyndahús svo það er um að gera að fara sem allra fyrst á þessa mögnuðu mynd.