Stormurinn gróf upp svolítið óvænt

Í síðustu viku þá reið stormurinn Ophelia yfir Írland en þegar að storminn hafði lægt þá rakst gagnandi vegfarandi á svolítið afar óvænt en í ljós kom beinagrind sem talin sé vera um 1000 ára gömul.

Fundurinn átti sér stað í sveitum Írlands á stað sem heitir Kilmore Quay og er á suðaustur Írlandi. Vegfarandinn hélt fyrst að þetta væri lík af manneskju sem að hefði látist í storminum en þegar betur var að gáð kom allt annað í ljós.

Beinagrindin hefur verið flutt til Dublin þar sem hún mun verða rannsökuð og síðan verður hún varðveitt í Náttúrugripasafni Írlands sem staðsett er í Dublin.