Hversu fallegt??

Clarence Purvis er 93 ára gamall en hann missti konuna sína sem hét Carolyn síðla árs 2013 en þau höfðu verið gift síðan árið 1949. Clarence borðar hádegismat á sama staðnum alla daga og við hlið hans er mynd af látinni eiginkonu hans.

93-year-old Clarence Purvis enjoying lunch with his late wife Miss Carolyn

Clarence segir að þetta hafi verið uppáhaldsstaðurinn þeirra hjóna en þangað fóru þau gjarnan að borða saman hádegismat þegar að Carolyn var á lífi en staðurinn heitir Smith´s og er staðsettur í Reidsville í Bandaríkjunum.

Clarence heimsækir einnig gröf Carolyn allt að fjórum sinnum á dag sem gerir ca 125 heimsóknir á mánuði en Clarence sagði í viðtali fyrir stuttu að þau hjónin hefðu eytt öllum sínum tíma saman og þau hafi ávallt verið afar samrýmd.

Clarence var bifvélavirki en núna sinnir hann garðvinnu fyrir nágranna og kirkjuna sem að hann sækir og svo heimsækir hann gröf Carolyn allt að fjórum sinnum á dag.