Eru Ewan McGregor og Mary Elizabeth nýtt par?

Nú ætlar allt um koll að keyra í Hollywood en fyrr í vikunni náðust myndir af leikaranum Ewan McGregor vera að kyssa leikkonuna Mary Elizabeth Winstead en Ewan sem er 46 ára og Mary sem er 33 ára leika saman í þáttunum Fargo.

Myndaniðurstaða fyrir ewan mcgregor and mary elizabeth winstead

Glöggir höfðu tekið eftir því að Ewan bar ekki lengur giftingarhringinn en hann var giftur Eve Mavrakis í 22 ár og eiga þau 4 dætur saman. En stutt er síðan að Mary skildi við leikstjórann Riley Stearns en þau höfðu verið gift í 7 ár.

Ekkert hefur verið staðfest opinberlega en myndirnar sem náðust af þeim tala þó sínu máli.