Joe Jonas og Sophie Turner

Söngvarinn Joe Jonas og leikkonan Sophie Turner eru búin að trúlofa sig en þau opinberuðu það á Instagram núna yfir helgina. Joe er liðsmaður sveitarinnar DNCE og Sophie fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum Game of Thrones en parið er búið að vera að deita síðan síðla árs 2016.

Image result for joe jonas and sophie turner

Joe er 28 ára en Sophie er 21 árs en parið hefur alltaf verið frekar prívat með samband sitt en þau komu fyrst fram opinberlega sem par á Golden Globe verðlaunum 2017. Joe hefur deitað margar skvísurnar í gegnum tíðina og má þar nefna söngkonurnar Demi Lovato og Taylor Swift.