Hafiði séð svona hesta áður??

Það er hrossaræktunarbýli sem heitir Orrion Farms í Washington ríki í Bandaríkjunum sem telur sig vera að rækta hinn fullkomna hest en býlið hefur aldrei leyft að það séu birtar myndir opinberlega og núna er komið í ljós afhverju. Hestarnir sem að býlið ræktar kallast Arabian horse og vilja “hönnuðirnir” meina að þeir séu að ná að rækta hinn fullkomna hest allavega hvað útlitið varðar.

Nema hvað að hrossin líkjast alls ekki venjulegum hestum heldur hestum sem að við fáum að sjá í teiknimyndum og nú er allt orðið brjálað yfir þessu því að ræktendurnir eru meira að huga um útlit hestanna heldur en heilsu þeirra. En það hefur komið í ljós að nef og öndurnarvegur þeirra er ekki í lagi og það hefur skapað vandamál hjá hestunum.

Photo published for Extreme horse breeding leaves animals looking like cartoons, warn vets 

Mörgum hryllir við þessa sjón á meðan að öðrum finnast þessir hestar vera með þeim fallegustu sem til eru. Sérfræðingar segja að það sé alltaf umdeilt að reyna að búa til ný afbrigði af dýrum en það eigi að vera í forgangi að heilsa dýranna komi á undan útlitinu.