1   2   3

Nokkrar ótrúlegar staðreyndir um forna Róm

Það getur varla hafa verið auðvelt lífið í borginni Róm til forna en á síðunni artlovesme.com má finna þónokkrar athyglisverðar og margar mjög svo hrollvekjandi staðreyndir um hvernig lífið var í fornu Róm, hér birtum við nokkrar af þessum staðreyndum.

1. Keisarinn Marcus Aurelius komst að því að eiginkona hans Faustina laðaðist að einum skylmingaþrælinum og til að refsa henni þá skipaði hann þeim að sofa saman og svo drap hann þrælinn á meðan og lét síðan konu sína baða sig uppúr blóði hans. Svo átti hún að skella sér í snöggt bað og síðan að sofa hjá Marcusi Aureliusi.

L'Image et le Pouvoir - Buste cuirassé de Marc Aurèle agé - 3.jpg

 

2. Attila the Hun var leiðtogi mikill og Rómverjar borguðu honum heilan helling af gulli svo að hann myndi ekki ráðast á Róm en engu að síður þá gerði hann það eftir að hann fékk gullið afhent.

Image result for attila the hun

 

3. Nýgiftar hógværar rómverskar konur áttu að hyljast eftir brúðkaupsnóttina og áttu eiginmenn þeirra aldrei að sjá þær naktar aftur. Þessi undarlega regla stuðlaði að þónokkrum framhjáhöldum eða svo er sagt.

 

4. Það þótti vera tákn um leiðtogahæfileika ef að þú hafðir skakkt nef.