Allt í steik hjá Harvey Weinstein

Kvikmyndamógúllinn Harvey Weinstein hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu daga og það er allt búið að vera brjálað í Hollywood eftir að New York Times birti grein fyrir stuttu þar sem sagt var frá því að Harvey væri búin að áreita kynferðislega fjölmargar leikkonur í Hollywood um margra ára skeið.

Harvey hefur rekið The Weinstein Company með bróður sínum Bob um marga ára skeið og hefur fyrirtækið verið með þeim vinsælustu í kvimyndabransanum í fjöldamörg ár og hafa margar verðlaunamyndirnar komið frá þeim. Harvey hefur verið mun meira áberandi í sviðsljósinu en Bob hefur kosið að halda sig að mestu utan við það.

Image result for the weinstein company

Harvey er búinn að vera giftur Georginu Chapman í 10 ár og eiga þau saman 2 börn en í gær sendi Georgina frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði að hún væri farin frá eiginmanninum enda gæti hún ekki fyrirgefið svona hræðilega framkomu og hún sór að hún hefði aldrei heyrt neitt á þetta minnst allann þann tíma sem að þau voru saman.

Image result for harvey weinstein and georgina

Harvey var látinn fara í leyfi frá fyrirtækinu um leið og fréttin kom út og nokkrum dögum síðar þá var hann rekinn fyrir fullt og allt og nú hefur það komið fram í fjölmiðlum að hann er farinn í meðferð þar sem hann ætlar að leita sér hjálpar við vandamálum sínum.

Þær leikkonur sem stigu fyrst fram voru þær Rose McGowan og Ashley Judd og í kjölfarið komu fram m.a. Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow en Harvey áreitti þær þegar að þær voru að stíga sín fyrstu skref í Hollywood. Síðan kom einnig í ljós að Harvey hefði borgað allavega 8 konum háar fjárhæðir fyrir það að þegja.

Það eru ekki öll kurl komin til grafar en eitt er þó víst og það er að Harvey Weinstein mun aldrei aftur eiga afturkvæmt í kvikmyndabransann. En fólk hefur líka verið að undra sig á því afhverju þetta mál sé að koma fyrst upp núna, öllum þessum árum síðar.