Mæli með þessari

Home Again er rómantísk gamanmynd og það er Reese Witherspoon sem að fer með aðalhlutverkið en myndin fjallar um unga nýskilda móður sem er nýflutt frá New York til Los Angeles með tvær dætur sínar. Líf hennar tekur heldur betur óvænta stefnu þegar að hún leyfir þremur ungum mönnum að koma og búa hjá sér.

Home Again er fyndin og krúttleg gamanmynd með rómantísku ívafi en þetta er mynd sem ætti að koma öllum í gott skap en myndin er komin í kvikmyndahús hérlendis.