1   2   3

12 Staðreyndir um Disney Skemmtigarðana

Vefsíðan Buzzfeed birti athyglisverða grein fyrir stuttu en þar komu fram nokkrar staðreyndir um Disney skemmtigarðana en þetta er ábyggilega eithvað sem að margir hafa ekki hugmynd um. Hér koma nokkrar athyglisverðar staðreyndir um Disney skemmtigarðana.

 

1.Disney er sú stofnun í Bandaríkjunum sem að kaupir hvað mest af sprengiefnum en stofnunin sem að kaupir meira en Disney er Varnamálaráðuneytið en það sem Disney er að kaupa eru mestmegnis flugeldar.

2. Starfsmenn garðanna hafa endrum og eins gómað fólk við að dreifa ösku af látnum ástvinum hér og þar um garðanna en sérstaklega á þetta við um Draugahúsið.

—taylorswiftfangurl

3. Walt Disney bannaði sölu á tyggigúmmí í görðunum sínum til þess að reyna að tryggja það að gangstéttirnar yrðu hreinar en þó mátti fólk koma með sitt eigið tyggjó inní garðanna.

—paigelouisej

4. Í Disney görðunum þá ertu aldrei lengra en 30 skrefum frá ruslatunnu því að ef að fólk er lengra en 30 skref frá ruslatunnum þá er það gjarnara að henda ruslinu á jörðina.

—lisas4bed0fbb6