Annað barn hjá Jeffrey Dean og Hilarie

The Walking Dead leikarinn á von á sínu öðru barni en kona hans er One Tree Hill leikkonan Hilarie Burton, parið er búið að vera saman síðan árið 2009 og eiga þau saman einn son sem er orðinn 7 ára.

Related image

Jeffrey hefur undanfarið verið að leika aðal illmennið i The Walking Dead þáttunum en hann hefur einnig leikið í Grey´s Anatomy, The Good Wife, Watchmen og The Losers. Hilarie hefur líka haft nóg að gera eftir að One Tree Hill lauk en hún hefur m.a. leikið í sjónvarpsþáttunum White Collar, Lethal Weapon og Extant.

Jeffrey missti það óvart út úr sér í viðtali nú á dögunum að þau ættu von á stelpu en Jeffrey er 51 árs en Hilarie er 35 ára og það var árið 2014 að þau giftu sig eftir 6 ára samband.