1   2

10 furðulegar staðreyndir

Á The Fact Site er að finna alskonar fróðleik en hér koma 10 frekar furðulegar staðreyndir.

1. Ef að þú leysir Viagra töflu uppí vatni og setur upplausnina í vatn með afskornum blómum í þá haldast blómin upprétt í viku lengur en þau myndu vanalega gera.

2. Lifur úr ísbjörn er svo eitruð að ef að þú myndir borða 30 – 90 grömm í einum skammti þá væri það nóg til þess að drepa þig.

3. Hérar fæðast með feld og sjón en kanínur fæðast hárlausar og blindar.

4. Í kringum árið 1900 þá var humar kallaður “kakkalakki hafsins” og það var mestmegnis fátækt fólk, þrælar og heimilislausir sem að borðuðu humarinn. En það var ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina að fína og ríka fólkið fór að neyta humars og þá var hann talinn vera flott og fín fæða sem hentaði fólki úr efri stéttum samfélagsins.

5. Árið 2013 tókst vísindamönnum í Kína að rækta mennska tönn frá grunni sem var búin til úr frumum úr hlandi.