Ótrúlegur fundur neðansjávar

Nú á dögunum var opinberaður ótrúlegur fundur sem að rannsóknarteymi fann neðansjávar í Svarta Hafi en teymið fann um 60 skip og eru sum skipin orðin 2500 ára gömul en samt eru mörg þeirra í alveg ótrúlega góðu ástandi miðað við hversu gömul þau eru orðin. Teymið var upprunalega ekki að leita af fornleifum heldur var verið að rannsaka áhrif loftlagsbreytinga og hvaða áhrif það hafði haft á lífríkið við strendur Búlgaríu.

content-1505917194-photogrammetric-model

Elstu skipin sem að þau fundu voru frá 4.-5. öld og þarna má finna vísbendingar um hvernig sjóleiðir og hefðir sjómanna voru á þessum tíma. Fundurinn er magnaður og fólk er í sjokki yfir þessum fundi og það er ótrúlegt að sjá í hversu góðu ástandi mörg skipin eru.

content-1505916158-roman-ship.PNG

Nú er verið að ná myndum af herlegheitunum en til þess er notaður hátæknibúnaður af bestu gerð en eins og er þá er staðsetningu skipanna haldið leyndri en vísindamenn vilja fá að rannsaka skipin í friði áður en það verður gert opinbert hver nákvæm staðsetning er.

content-1505916821-photogrammetric-model

Verið að gera sjónvarpsþátt um fundinn og á bakvið það er teymi sem m.a. hefur unnið með David Attenborough og var það við gerð Blue Planet svo að almenningur mun fá að sjá þetta ótrúlega ævintýri í sjónvarpi áður en langt um líður.