Komin í kvikmyndahús

Kingsman: The Golden Circle segir frá því þegar að höfuðstöðvar Kingsmen eru lagðar í rúst og heimurinn er tekinn í gíslingu. Eggsy og Merlin halda af stað í leiðangur til þess að komast að því hver stendur að baki sprengingunni og þá komast þeir að því að til eru leynileg samstök í Bandaríkjunum sem voru stofnuð sama dag og Kingsmen og þeir þurfa að  taka höndum saman við Bandaríkjamennina til þess að stoppa þessa ógn.

Það eru úrvals leikarar sem að fara með aðalhlutverkin í þessari mynd en með aðalhlutverkin fara Taron Egerton, Mark Strong, Colin Firth, Julianne Moore, Channing Tatum og Sophie Cookson. Fyrri Kingsman myndin kom út árið 2014 og sló rækilega í gegn og þessi mynd gefur þeirri fyrri ekkert eftir en Kingsman: The Golden Circle verður frumsýnd í dag.