Flashback á fimmtudegi

Flashback Dagsins er eitt virkilega gamalt og gott en það er lagið Here I Go Again með bresku rokkurunum í hljómsveitinni Whitesnake.

Lagið kom fyrst út árið 1982 á plötunni Saint & Sinners en árið 1987 þá var Here I Go Again endurhljóðritað og nýja útgáfan þótti útvarpsvænni og var þá lagið gefið út sem smáskífa og sló þá rækilega í gegn. Lagið náði fyrsta sætinu á Billboard listanum og einnig toppsætinu  í Kanada og árið 2006 þá var 1987 útgáfan í 17.sæti á VH1 listanum yfir bestu 80´s lögin.