Ætla að loka sig af í mánuð

Hollywood parið Ian Somerhalder og Nikki Reed hafa ákveðið að slíta öll tengsl við umheiminn í mánuð eftir að fyrsta barn þeirra kemur í heiminn en barnið á að fæðast í ágúst. Þau ætla að loka sig af, ekki taka á móti neinum gestum, slökkva á símunum og njóta þess að vera ein með barninu því að Nikki segir að þau muni aldrei fá þennan tíma aftur.

Nikki Reed Fit Pregnancy

Parið gifti sig í apríl árið 2015 eftir að hafa deitað í 9 mánuði en Nikki er 29 ára og Ian er 38 ára en þetta er fyrsta barn þeirra beggja. Nikki var áður gift American Idol keppnandum Paul McDonald en þau voru í sambandi frá 2011-2014 en Ian var lengi með mótleikkonu sinni úr Lost þáttunum Maggie Grace og síðan var hann í nokkur ár í sambandi með leikkonunni Ninu Dobrev en þau léku saman í The Vampire Diaries.

Hjónakornin eru einnig mjög dugleg í því að láta gott af sér leiða en þau eru mjög virkir umhverfissinnar og velferð dýra er þeim einnig mikilvæg en Nikki hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt fyrir velferð dýra.