Fæddist “ófrískur” af bróður sínum

IFLScience birti grein fyrir stuttu þar sem sagt er frá afar sjaldgæfu atviki sem átti sér stað á Indlandi en á dögunum fæddist lítill drengur og læknum til mikillar skelfingar þá kom í ljós að innan í maga drengsins var í raun fóstur af því sem hefði átt að verða tvíburabróðir hans.

Læknarnir sáu þetta þegar að móðir drengsins fór í sónar á meðgöngunni en þá sáu þeir að eithvað óeðlilegt var innan í maga drengsins. Vitað er um 100 svona atvik í heiminum en þetta atvik er svo sjaldgæft að líkurnar á því að þetta gerist eru 1 á móti 500.000.

Kenningin um svona tilfelli er sú að allt byrjar eðlilega en snemma á meðgöngunni þá byrjar annar fósturvísirinn að umlykja hinn og þ.a.l. verður annar tvíburinn hýsill fyrir sníkjudýrið sem notar blóð frá honum til þess að lifa af.

Þetta er það sem fjarlægt var úr maga drengsins en þetta eru 7 cm.

Í þessum tilfellum þá nær sníkjudýrið ekki neinni mannsmynd þar sem engin líffæri eða útlimir myndast en reyndar í þessu tilviki þá greindu læknarnir frá því að höfuð og heili hafi verið byrjað að myndast hjá fóstrinu. Litli drengurinn fór í aðgerð þar sem meinið var fjarlægt en drengum litla virðist ekki hafa orðið meint af aðgerðinni en honum og móður hans heilsast vel.