Handteknir fyrir að heilsa að sið nasista

Nú á dögunum voru tveir kínverskir ferðamenn handteknir í Þýskalandi eftir að hafa verið gómaðir við það að taka myndir af sér fyrir utan þýska þinghúsið en þar voru þeir að heilsa að sið nasista.

Ekki var vel tekið í þessa iðju mannanna og voru þeir handteknir síðasta laugardag en var sleppt eftir að hafa borgað 500 evrur í sekt. Kínverjar voru ekki lengi að tjá sig um atvikið á samfélagsmiðlum og skömmuðust landar þeirra sín mikið fyrir gjörðir þeirra.

Related image

Tákn og myndir af nasistum eða því sem tengist þeim er eithvað sem er bannað í Þýskalandi en slíkt má einungis nota ef um menntun eða sögu landsins er að ræða.