Annabelle er á leiðinni

Miðvikudaginn 9.ágúst þá hefjast sýningar á hrollverkjunni Annabelle: The Creation en hrollvekjan Annabelle kom út árið 2014 og naut mikilla vinsælda en þessi mynd á að gerast á undan henni og í nýju myndinni fáum við að sjá hvernig þessi djöfullega dúkka varð til.

Eins og staðan er núna þá er myndin er með 100% á Rotten Tomatoes og 7,4 í skor á IMDB og það verður að teljast mjög gott en það eru margir hafa beðið spenntir eftir þessari mögnuðu hrollvekju.

Með aðalhlutverkin fara Miranda Otto, Anthony Lapaglia, Stephanie Sigman og Lulu Wilson. Hér er á ferðinni frábær hrollur sem að fær hárin svo sannarlega til þess að rísa. Ekki missa af þessari mynd í kvikdmyndahúsum en hún er stranglega bönnuð börnum innan 16 ára.