Chris Pratt og Anna Faris eru skilin

Hollywood parið Chris Pratt og Anna Faris hafa bundið enda á 8 ára hjónaband sitt en þau voru búin að vera saman í 10 ár og eiga saman einn son sem er að verða 5 ára.

Þau sendu bæði frá sér yfirlýsingu þar sem þau tilkynna skilnaðinn og segja jafnframt að þau hafi reynt að láta sambandið ganga upp í langan tíma. Þau biðja um frið frá fjölmiðlum á þessum erfiðu tímum og þau ætla að einbeita sér að syninum og því sem koma skal.

Chris hefur verið að gera það gott í Hollywood undanfarið en hann hefur m.a. leikið aðalhlutverkið í hinum geysivinsælu Guardians of the Galaxy kvikmyndum og Jurassic Park en Anna hefur leikið undanfarið í grínþáttunum Mom og fleiri myndum og má þar nefna Just Friends og House Bunny.