Dagurinn! Nýr síðdegisþáttur á KissFM

Síðdegisþátturinn Dagurinn er á KissFM frá 15.30-18 á milli mánudaga til fimmtudaga þar sem félagarnir Viktor og Andri fara yfir allt það helsta í fréttum á léttu nótunum, fá til sín góða gesti, bjóða upp á lifandi tónlist og verða með gott grín þar á milli.

Image may contain: one or more people, people standing and text

 

Þú getur hlustað á Daginn á KissFM 104,5 eða spilarinn.is. Um er að ræða þátt sem verður alltaf með puttann á púlsinum á öllu því sem vert er að vita á Íslandi í dag. Svo er nú nokkuð augljóst að Dagurinn mun koma til með að eiga heimasvæðið sitt akkúrat hér á dagurinn.is með myndböndum af allskyns snilld sem gerist í studíóinu og skemmtilegum hljóðbrotum!