Mannst þú eftir dávaldinum Sailesh? Hann er væntanlegur!

Screen Shot 2015-02-12 at 16.11.16

Nú styttist í að dávaldurinn Sailesh komi til landsins en hann mun verða með sýningar í Austurbæ dagana 6. og 7.mars næstkomandi. Sailesh hefur þegar komið til landsins og skemmt þúsundum Íslendinga og þarf  því vart að kynna kappan. Muna ekki flestir eftir að hafa séð myndskeið frá sýningunum hans á Íslandi? Sailesh hefur unnið til verðlauna sem dávaldur ársins og verið tilnefndur til fjölda annarra verðlauna þ.m.t. skemmtikraftur ársins. Sailesh er gríðarlega vinsæll og heldur hann að jafnaði 5-6 sýningar á viku í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Hann er með samanlagt yfir 10 milljón “hits” á youtube og hefur fengið frábær ummæli m.a. “the best hypnotist we’ve ever seen!” – MTV EUROPE.

Hvort sem þú vilt fara upp á svið og taka þátt í sýningunni eða sitja kyrr í sætinu og horfa á hina, þá er alveg klárt mál að þetta kvöld mun seint gleymast og verða að skemmtilegri minningu. Miðasala á midi.is.