Ert þetta þú Renee?

Renee Zellweger er hefur haldið sig vel undir radarnum síðustu árin en síðasta mánudag mætti hún á ELLE’S Women In Hollywood verðlaunin sem voru haldin í 21 sinn á Four Seasons hótelinu í Kaliforníu. Hún mætti með kærastanum sínum Doyle Bramhall og klæddist fallegum hnésíðum kjól og ber það vel með sér að hugsa vel um heilsuna. En það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að leikkonan sé mikið breytt og eiginlega ekkert lík sjálfri sér í framan.

1413897448602_Image_galleryImage_Mandatory_Credit_Photo_by

Hver man ekki eftir henni með búttað brosmilt andlit í myndunum um Bridget Jones? Hún hefur lengi vel þurft að sitja undir miður skemmtilegum athugasemdum um flöktandi þyngd sína í gegnum árin en segir að núna einkennist lífstíll hennar af hollu mataræði og hreyfingu til að halda geðheilsunnni í lagi. En nú hinsvegar snýr fókusinn að andlitinu á henni. Einhverjir sérfræðingar í lýtalækningum vilja meina að hún noti bótox og sé nokkru sinnum búin að fara undi hnífinn á meðan aðrir segja að hún sé að nota náttúrulegar og hníflausar aðferðir til að halda sér unglegri. Hún þvertekur fyrir að hafa gengist undir aðgerðir á andliti en hún er að minnsta kosti að gera eitthvað öðruvísi, sama hvað það er.