Manst þú eftir Missy Elliott?

Nú á dögunum birtust nýjar myndir af söngkonunni Missy Elliott og er alveg óhætt að segja að daman hafi breyst töluvert! Hún hefur ekkert sést á almanna færi síðan í júní og kom svo fram á frumsýningu nýju samstarfslínu H&M og Alexander Wang síðasta fimmtudag.

rs_560x415-141017125220-1024-missy-elliot.ls.101714_copy

Söngkonan hefur misst rúmlega 30 kg en hún er ekki enn búin að gefa það út nákvæmlega hvernig hún fór að því. Hún hefur verið mjög opinská um sjúkdóm sem hún greindist með, Graves disease. En það er sjálfsofnæmis sjúkdómur sem hefur mikil áhrif á skjaldkirtilinn. Hún segist vera undir mjög góðu eftirliti lækna og reynir nú að tækla sjúkdóminn með góðu mataræði og hreyfingu og hefur verið lyfjalaus í rúmt ár.

Við segjum bara “Go Missy!”

ap_missy_elliott_134959a