Kynlífs “staðreyndir” sem við verðum að hætta að trúa!

sex-newsletter

Við erum með kynfræðslu í skólunum af ástæðu! Hún mætti að sjálfsögðu oft á tíðum vera betri. Allavega á mínum grunnskólaárum rámar mig bara í virðulega hjúkku sem átti mjög erfitt með að tala um þetta. Og ég man ekki eftir að kynsjúkdómar hafi verið mikið til umræðu í þessum tímum. En síðan eru liðin mörg ár og ég hef heyrt af mjög flottum og uppbyggilegum kynfræðslutímum þar sem ekkert er feimnismál! En svo er spurning um að vera með smá rökhugsun í gangi og trúa ekki öllu bulli sem þú heyrir! Ef það er eitthvað sem við viljum öll hafa svona nokkurvegin á hreinu þá er að það kynlíf og allt sem því tengist, þetta skiptir jú gríðarlegu máli! Svo er ekkert ofsalega flókið að fara á internetið og leita uppi fræðilegar síður sem fjalla um þessi mál.

c2d4000000000000

Það eru til leiðir til að stækka typpi

 Það er ekkert sem stækkar á þér typpið. Hvorki pillur eða stórfurðulegar sænskar typpapumpur munu stækka á þér tólið! Það eru til mjög sársaukafullar skurðaðgerðir sem gætu teygt örlítið á vininum en annars situr þú bara uppi með þá stærð sem þér var gefin. Þú gætir mögulega gert einhverjar æfingar en meira er það ekki. En hættu að láta ruslpóstana hafa áhrif á þig og ginna þig í kaup á allskonar tilgangslausu drasli og lestu þér frekar til um hvernig þú lærir inn á maka þinn eða bólfélaga….sama hverrar stærðar hann er á þér!

e2d4000000000000

Matarfilmur virka jafn vel og smokkar

Matarfilmur virka EKKI sem smokkar. Ekki heldur plastpokar eða uppþvottahanskar! Ekki treysta neinum sem reynir að bæta upp smokkaleysi með einhverju öðru! Og já, fólk hefur reynt að nota matarfilmu og aðra plasthluti í stað almennilegrar verju. Sem er klikkun. Notið bara smokkinn!

54d4000000000000

Það er hægt að nota kartöflur sem getnaðarvarnir

Fyrir nokkru síðan var kólumbísk kona lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa reynt að nota kartöflu sem getnaðarvörn. Hún hafði heyrt talað um að setja kartöflu upp í klofið á sér mundi koma í veg fyrir þungun. Þannig að hún ákvað að prufa….Og skildi hana svo eftir þar. Og kartaflan gerði bara það sem kartöflur gera. Fór að spíra, í allar áttir inn í henni!

Hvað er hægt að læra af þessu? Jú, setjum kartöflur bara í munninn og fáum staðfestingu á svona löguðu áður en við framkvæmum það! Alltaf! Og auðvitað, notum bara getnaðarvarnir sem getnaðarvarnir!

a2d4000000000000

“Jumping Jacks” geta stöðvað sæði

Ekkert sem þú munt gera, eftir kynlíf, mun virkar sem einhverskonar afturvirkni á sæði til að koma í veg fyrir þungun. Það gengur um sú hugmynd að pissa og hoppa eða gera “jumping jacks” eftir kynlíf virki sem getnaðarvörn. Það gerir það ekki!

Aðeins getnaðarvarnir virka sem getnaðarvarnir. Farið að hljóma kunnuglega?

03d4000000000000

Konur horfa ekki á klám

Orðrómur og frekar ónákvæmar niðurstöður úr könnunum halda því fram að stelpur horfi ekki á klám. Þessar niðurstöður segja að aðeins 8 prósent kvenna, sem tóku þátt í könnunninni, viðurkenna að þær horfi á klám. Lykilorðið hér er “viðurkenna”. Flestar konur virðast ennþá vera nokkuð feimnar þegar kemur að því að tala um áhorf kláms.

Síðari kannanir, sem hafa verið orðaðar öðruvísi til að komast framhjá feimnisþáttum þess að horfa á klám, sína að nánast helmingurinn af konum í heiminum horfa á klám. Og 1 af hverjum 8 konum viðurkenndu að þær horfi á klám allavega einu sinni í viku.

13d4000000000000

Sjálfsfróun leiðir til blindu

Sjálfsfróun leiðir ekki til blindu né aukins hárvöxts í lófum, hjá hvorugu kyninu. Þetta bull kemur frá fordómafullum samfélagshópum sem eru of miklar teprur til þess að njóta sín aðeins með smá sexy-me-time!

Sjálfsfróun er í raun rosalega góð fyrir þig. Flestir þvagfæralæknar mæla með reglulegri sjálfsfróun til að lagnirnar í kjallaranum virki sem best. Og margir sálfræðingar vilja meina að sjálfsfróun getur verið mjög áhrifarík slökunaraðferð.

33d4000000000000

Að nota 2 eða fleiri smokka í einu er öruggara en að nota bara 1.

Að troða félaganum í 2 eða fleiri smokka í einu eykur líkurnar á að smokkarnir rifni frekar en að verja betur gegn kynsjúkdómum eða þungun.

Og að nota bæði karlsmokkinn og kvennsmokkinn hefur sömu áhrif. Ef þú hefur áhyggjur á því að smokkurinn sé ekki 100% öruggur sem getnaðarvörn (sem þeir eru ekki, karlsmokkar eru 85% til 98% prósent öruggir og kvennsmokkar eru 79% til 95% öruggir) reyndu þá frekar að nota bæði smokkinn og pilluna t.d. Að nota fleiri en einn smokk minnkar ekki líkur á smiti eða þungun. Af ástæðum eins og, tja stærðfrærði og eðlisfræði!

73d4000000000000

Kynsjúkdómar smitast ekki við munnmök

Herpes, sárasótt, lekandi, kynfæravörtur og lifrabólgu veirur geta vel smitast við munnmök. Þetta er dæmi um upplýsingar sem voru ekki í kynfræðslu lengi vel og fæstir gera sér grein fyrir því að það þarf að verja sig gegn kynsjúkdómum þegar maður stundar munnmök. Margir unglingar halda að þetta sé sniðug leið til að geta stundað kynlíf án þess að eiga á hættu að smitast af kynsjúkdómum. En það er ekki rétt og að auki eru tengingar milli krabbameins í hálsi og HPV veirunnar, eða kynfæravarta eins og flestir þekkja þær. Að auki má nefna um kynsjúkdómasmit, svona fyrst við erum komin þangað, að þú getur ekki smitast í bláa lóninu eða sundi….nema þú sofir hjá manneskju með kynsjúkdóm í bláa lóninu eða sundi. Bláa lónið og sundlaugar einar og sér sjá ekki um þetta.

c3d4000000000000

Lengd fingra ákvarðar kynhneigð

Það er uppi einhverskonar kenning um að ef þú skoðar lengd á fingrum fólks sé hægt að ákvarða kynhneigð þeirra. Ég meina, kommon!

Og þó svo að vísindamenn hafa fundið tengingu á milli fingralengdar og hversu hátt testosteron hlutfallið í móðurkviði við meðgöngu hafi verið, þá segir þetta ekkert um hvoru kyninu þú heillast af eða hvernig þú munir haga þínu lífi þegar þú verður fullorðinn.

83d4000000000000

Konur geta ekki orðið óléttar á blæðingum

Þó svo að konur séu ekki á hátindi frjósemis á meðan þær eru á blæðingum, geta þær samt orðið óléttar á þeim tíma. Það skiptir ekki máli hversu lúnkin þú ert í að fylgjast með tíðahringnum þínum, þannig að vertu frekar bara tilbúin og stundaðu öruggt kynlíf.

a3d4000000000000

Það eru til fullnægingar pillur

Lyfjamarkaðurinn í kringum karlkynfærin er billjón dollara virði! Og þó svo lyfjafyrirtækin hafi fundið auðveldar leiðir til þess að auka blóðflæði í kynfæri karla og auka þar með líkurnar á fullnægingum þeirra, er það ekki eins auðvelt að fræmkvæma það sama fyrir dömurnar.

Þó svo að einhverjar töflur séu til sem eiga að stuðla að fullnægingu kvenna, eru þær því miður bara ekki eins áhrifaríkar og Viagra. Sorrý stelpur, en það virkar betur fyrir ykkur að prufa náttúrulegar leiðir til að slaka vel á og sleppa tökunum til að upplifa góðar fullnægingar.

e3d4000000000000

Karlmenn hugsa um kynlíf á 7 sekúndna fresti (eða hvað?)

Kannski gera þeir það, kannski ekki. Og ef svo er þá hugsa konur eflaust um það álíka oft.

Málið er að það er engin leið að sanna þessa kenningu. Allar tilraunir sem hafa verið framkvæmdar hingað til hafa ekki komið með neinar haldbærar niðurstöður því að þessar rannsóknir einkennast af ófullnægjandi samanburðarhópum og alltof háum hlutföllum af villum, breyturnar eru einfaldlega of miklar. Þannig að engum hefur tekist að koma með óyggjandi sannanir fyrir þessu enn sem komið er.

f3d4000000000000

Stærð handa og fóta ákvarða stærð annarra líkamsparta

Rétt eins og með fingralengd og kynhneigð geta vísindamenn ekki sýnt fram á samhengi á milli handa og fótastærðar karlmanna og typpalengdar þeirra. Það eru of margar breytur í þessu dæmi og ekki nein kurteisisleg leið til að mæla nógu mikið af uppreistum typpum til að framkvæma áreiðanlegar kannanir.

14d4000000000000

G-bletturinn og legganga fullnægingar

Nýjar rannsóknir setja stórt spurningarmerki við það hvort g-blettuirnn sé yfir höfuð til og þar af leiðandi hvort legganga fullnægingar séu mögulegar. Vilja vísindamenn þá meina að snípurinn sé aðal svæðið til að örva og framkalla fullnægingar.

Þetta þýðir að markarðurinn í kringum g-bletts örvandi krem og kynlífsleikföng gæti tekið á sig stóran skell í framtíðinni. En því meira sem vísindin skoða þetta, því meira munum við vita. Og þá aukast líkurnar á að allir verði kátir í bólinu, þannig að við vonum að þeir haldi áfram að “kafa í” málin þangað til þeir finna út úr þessu 🙂 En svo er spurning hvað Herra. G í Kópavogi hefur um þetta að segja…

24d4000000000000

Grænt M&M gerir þig graða/n

Það eru vissulega til margar náttúruafurðir til þess að örva og æsa fólk eins og jarðaber, ostrur og allskonar góðgæti. Grænt M&M er ekki eitt af því. Það hafa verið orðrómar um þetta síðan 1950-og eitthvað. Út frá þessum kom svo mega kynþokkafull auglýsingaherferð frá framleiðendum M&M með græna kynþokkafulla M&M dömu sem aðalstjörnu. Ef það er hægt að segja að M&M fígúra sé kynþokkafull…

64d4000000000000

Að kipp’onum út er skilvirk getnaðarvörn

Einu sinni voru rannsóknir sem sýndu fram á það að kippa félaganum út áður en sáðlos ætti sér stað væri jafn skilvirk leið til að koma í veg fyrir þungun eins og að nota smokkinn. En sem betur fer erum við komin lengra en það. Það er almennt samþykki hjá læknum að þetta er ekki skilvirk gettnaðarvörn. Fyrir utan að ekki eru einungis góðar líkur á þungun (vegna þess að sæðisvökvin sem kemur oft fyrir sáðlát. pre-cum, getur leitt til þungunar) heldur gerir þessi “kipp-onum út” aðferð ekkert til þess að koma í veg fyrir kynsjúkdómasmit.

44d4000000000000

 

Gamalt fólk stundar ekki kynlíf

Kynlöngun á það til að dvína þegar aldurinn færist yfir ( og mjaðma aðgerðirnar verða fleiri). En það á meira rætur sínar að rekja til heilsufarslegra ástæðna, sem gera erfitt fyrir, og vöntun á maka frekar en áhugaleysi á kynlífi.

Könnun eftir The New England Journal of Medicin sýnir að meira en helmingur þeirra sem svöruðu henni, fólk á aldursbilinu 64 til 75 ára, væru ennþá að fá sér smá gott í kroppinn. Sem er mun meira en flestir hafa haldið þangað til farið var að rannsaka þetta.

En reynum nú að hafa skynsemina í hávegum þegar við hugsum um kynlíf og munum að kynna okkur þetta allt saman vel. Munum að kynlíf er til að njóta og það á ekki að vera neitt feimnismál að tala um þetta. Kynlíf er jafn eðlilegt og að anda 🙂