Kynþokkafyllsta konan á lífi 2014

Tímaritið Esquire heldur í þá hefð sína í ellefta sinn að útnefna einhverja stórsjörnuna sem “kynþokkafyllstu konuna á lífi” og að þessu sinni er það hún Penelope Cruz. Daman er orðin 40 ára gömul og á 2 börn með leikaranum Javier Bardem. Hún virðist þó ekki láta titilinn stíga sér til höfuðs og vill frekar meina að hún líti út eins og móðir sem fái ekki nægan svefn.

fa6f2fc0-528b-11e4-8eef-a30ee0a3d2ba_penelope-cruz-esquire-2

Í viðtali við tímaritið neitar hún að tala um samband sitt við eiginmanninn og heimilislíf þeirra hjóna og segir að það sé bara fyrir þau tvö að vita. Hún er nokkuð lúnkin við að halda einkalífi sínu frá sviðsljósinu og þykir mörgum það sérstakt að Esquire hafi valið hana í ár þar sem margir telja mun fleiri stjörnur vera meira áberandi í Hollywood heiminum í dag.

f1319340-528a-11e4-8eef-a30ee0a3d2ba_penelope-cruz-esqiure-cover

Hún situr samt ekki aðgerðarlaus og munu aðdáendur leikkonunnar geta séð hana í spænsku myndinni “Ma ma” sem kemur út á þessu ári. Einnig leikur hún á móti Sacha Baron Cohen í gaman myndinni  “Grimsby” sem kemur út á næsta ári.

Meðal þeirra sem hafa hlotið titilinn “kynþokkafyllsta konan á lífi” og prítt forsíðu Esquire tímaritsins eru Angelina Jolie, Halle Berry, Rihanna, Charlize Theron og Scarlett Johansson. Penelope Cruz er flott viðbót í þennan föngulega hóp kvenna og hvað sem neikvæðnispúkarnir baula þá verður að segjast eins og er að hún er þrusuflott og áberandi falleg kona.

Nóvember blaðið er áætlað í fréttastandana þann 21. október og um að gera að næla sér í eintak.