Svona mun iPhone 6 líta út

iphone6-ecran-retina-incurve

„iPhone er eins og jólin, hann kemur alltaf á sama tíma á hverju ári svo það er ekki ólíklegt að hann komi núna um mánaðarmótin september/október,“ segir iPhone sérfræðingurinn Tómas Kristjánsson, eigandi iSímans í Skipholti.

Þeir sem fylgjast með erlendum tækni- eða græjusíðum hafa engan frið fengið síðustu vikur fyrir fréttum, spádómum eða upplýsingum sem lekið hafa úr verksmiðjum um nýjustu kynslóð snjallsímans frá Apple, iPhone 6.

Dagurinn ræddi við Tómas í iSímanum um mögulegar breytingar á þessari næstu kynslóð iPhone‘a.

Hvaða nýjungar finnst þér líklegt að sjá frá Apple?

„Endurbætt myndavél, stærri rafhlaða í hlutfall við stærri skjá og vonandi 128 GB útgáfu. Síðan eru þeir alltaf með einhverju rúsínu, kirsuber og hnetu í pylsuendanum. Samt eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir hnetum og þú getur alveg bókað að hatursdómar verða fljótir að skjóta upp kollinum en það er bara hluti af þessu“.

„Þeir munu væntanlega stækka skjáinn en þó ekki í samkeppni við Android tækin. Þeir hafa alltaf verið með þá hugmynd að þú eigir að geta stýrt símanum með annarri hendi svo ég tel að þeir fari ekki mikið yfir þessar fjórar tommur sem skjárinn er í dag, í mesta lagi 4,7“.

„iPhone 5 var góður en eins og við mátti búast þá var 5s mjög góð uppfærsla,“ segir Tómas að lokum og greinilegt að við bíðum spennt eftir að sjá næstu kynslóð af iPhone frá Apple!

Undanfarnar þrjár kynslóðir af snjallsímunum frá Apple hefur iSíminn í Skipholti verið fyrstur með nýjustu símana til landsins og býður Tómas í dag upp á iPhone‘a frá Bandaríkjunum sem kosta 10.000 krónum minna. Auk þess gerir iSíminn við öll Apple tæki og síma frá Samsung.

Það er virkilega gaman að ímynda sér hvernig nýji síminn á eftir að líta út en tækniblogg og tímarit um allan heim hafa keppst við að setja saman mynd af líklegustu útgáfunni og hefur Dagurinn tekið saman myndirnar hér fyrir ofan og neðan sem sýna að hugmyndirnar eru svo sannarlega jafn fjölbreyttar og þær eru margar!

apple-iphone6-vs-iphone-5s-compare-2014

Apple-iPhone-Curved-Concept

???????????????

iphone_6_fake_line_up_hero

iphone6concept4

 

iphone-6-mockup

iphone6side

iphone6tall-590x330

iPhone-6-vs-iPhone-5s-vs-iPhone-4s

iphone-6-wrap-around-screen-concept-01

Video-iPhone-6-TechRadar-03