Spenna á körfuboltamóti Fernet Branca og Priksins [MYNDIR]

 

fernet-2

Mynd 1 af 23

Nú um helgina tóku margir sér frí frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og einbeittu sér að körfubolta. Af hverju? Svarið við þeirri spurningu er einfalt: Körfuboltamót Fernet Branca og Priksins!

Viðburðurinn er árlegur hjá skemmtistaðnum Prikinu á Bankastræti 12. Kynnir og regluvörður var rapparinn Emmsjé Gauti og frábrugðin öðrum mótum þá kallaði hann óspart í hléinn til að láta keppendur taka staup af Fernet Branca við góðar undirtektir keppenda jafnt sem áhorfenda.

Líkt og á heimsmeistaramótinu í Brasilíu þá stendur alltaf aðeins eitt lið uppi sem sigurvegari og í þetta skiptið þá var það liðið ‘Trailer Park Boys’ með þeim Arnar Steinari Ólafssyni (A-Dog) og Herði Helga Hreiðarsyni. Sigurvegarnir fengu einstakt Fernet Branca hjól og svo auðvitað verður nafn þeirra ódauðlegt á farandsbikarnum góða sem geymdur verður á góðum stað á Prikinu.

Myndirnar hér fyrir ofan segja meira en þúsund orð!