Kim Kardashian, Kanye West og North West á Íslandi

1 kimkanye

Mynd 1 af 11

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er á Íslandi samkvæmt heimildarmönnum dagsins en hún er hér ásamt eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West, North West dóttur þeirra ásamt fylgdarliði.

Heimildir segja að ofurparið hafi lent á Reykjavíkurflugvelli í gærnótt en einungis er um millilendingu að ræða og mun fjölskyldan því líklega aðeins stoppa í hámark einn til tvo sólarhringa.

Samkvæmt frétt á DV.is er Kim með húðsjúkdóminn psoriasis og hafa margir sem glíma við þann sjúkdóm farið í Bláa Lónið sem á að hafa sérstaklega góð áhrif á húðina. Stjörnusjúkir íslendingar og aðdáendur Keeping Up With The Kardashians ættu því að vera duglegir að heimsækja Bláa Lónið í dag eða á morgun.

Fyrir áhugasama er Instagram Kim Kardashian HÉRNA.