Sjáðu bakvið tjöldin í stærstu bíómyndum sögunar

1

Mynd 1 af 39

Star Wars, The Empire Strikes Back - Princess Lea og Chewbacca (Carrie Fisher & Peter Mayhew) eru í raun og veru bestu vinir!

Þessi grein er sérstaklega tekin saman fyrir þá sem eru kvikmyndaaðdáendur í húð og hár. Það er nefnilega rosalega skrítið að hugsa til þess að þegar leikstjórinn hrópar „Kööööttt!“ þá fá leikararnir pásu, rétt eins og við öll. Og Voldemort og Dumbeldore eru allt í einu vinir. Risaeðlur eru allt í einu mannfólk og ófreskjur borða franskar… ha?

Eins og við fjölluðum um hér í síðustu viku, þá spilar tölvutæknin einnig stærra hlutverk í kvikmyndum í dag en við þorðum að ímynda okkur. Í myndaalbúminu hér fyrir ofan getur þú því einnig fengið að sjá bakvið tjöldin við gerð magnaðara kvikmynda eins og Inception, Life of Pi og Star Wars.

Það er frekar rosalega mikið svalt að sjá hvernig töfrarnir fara fram í Hollywood. Ef þú þekkir einhvern sem hefur raunverulegan áhuga á kvikmyndum, láttu hann vita!