Sumarstemming á Sumar Carnivali Sushi Samba

Á miðvikudaginn síðasta var hátíðarstemming í miðbæ Reykjavíkur en hæst ber þar að nefna Suður-Amerísku Carnival stemminguna á Þingholtsstræti þar sem veitingahúsið Sushi Samba bauð gestum og gangandi upp á suðræna tóna, dansatriði og vinsæla rétti á hátíðarverði.

DJ Logi Pedro sá um brasilíska tónlistarveislu á meðan Pacas og Sigga Kling dönsuðu frá sér allt vit við mikla lukku gesta. Þú getur upplifað stemminguna í gegnum myndbandið hér að ofan eða farið á Sushi Samba á Þingholtsstræti 5.