Bláa Lónið 6. mest pinnaðasti staður veraldar!

bluelagoon

Fyrir okkur íslendinga er Bláa Lónið sjálfsagðasti hlutur í heimi. Við ölumst upp í þeirri trú að blátt ljón búi nálægt flugvellinum í Keflavík en komumst fljótlega að því að það er lón sem er blátt og á sama tíma mjög heitt.

Um allan heim má finna auglýsingaskilti sem kynna ferðir í Bláa lónið á Íslandi og vegna þess dreymir túristum frá öllum heimshornum  að heimsækja Ísland og fara í þessa furðulegu uppsprettu heits vatns í hrauninu á suðurlandi. Vinsældir Bláa lónsins voru enn einu sinni undirstrikaðar þegar samskiptamiðillinn Pinterest gaf út lista með 30 mest ‘pinnuðustu’ áfangastöðum heims nú fyrr í vikunni. Bláa Lónið var þar í sjötta sæti á undan Central Park í New York, Feneyjum og Louvre safninu í París.

Þú getur séð listann í heild sinni HÉR.