Herratískan 2014 – Svona eiga karlar að klæða sig

Kæru dömur, jólin komu snemma í ár – og þegar ég segi jólin þá meina ég Pitti Uomo!

Fyrir þá sem ekki kannast við Pitti Uomo þá mætti helst líkja því við tískuvikuna í New York eða París, nema bara miklu miklu betra! Tvisvar á ári hittast hönnuðir, sölumenn og búðareigendur í Flórens á Ítalíu og sjá eða kynna herratískuna á komandi vertíð. Til þess að gera langa sögu stutta þá er þetta fjögurra daga veisla með myndarlegum karlmönnum í sparifötunum.

Hér fyrir neðan er tískan sem allir karlmenn ættu að taka sér til fyrirmyndar!

Við erum reyndar ekki alveg viss hvort að þetta sé gæjinn úr Hangover, ‘Fat Jesus’ en hann er samt mjög vel klæddur…