1   2   3   4   5   6   7   8   9   10   11   12   13   14   15

Það sem þú vissir ekki um “The mother of dragons”

Emilia-Clarke-Girl-Game-Of-throne.jpeg-Image

Það eru ekki margir sem að þekkja bresku leikkonuna Emilia Clarke á nafninu einu en það er víst að   fleiri kannast við persónuna „Khaleesi“ sem hún leikur í ævintýraþáttunum The Game of Thrones.

Emilia er þekktust fyrir hlutverk sitt sem hin kynþokkafulla móðir drekanna í þáttunum en var auk þess á dögunum valin fallegasta kona heims af veftímaritinu Askmen.com

Leikkonan sem hóf feril sinn fyrir aðeins fimm árum síðan er heldur betur með mörg járn í eldinum og leikur í leikhúsi, í þáttunum um Krúnuleikanna auk þess sem hún mun á árinu fara með frumraun sína í aðalhlutverki á hvíta tjaldinu.

Dagurinn ætlar að leyfa þér að kynnast „The mother of dragons“ aðeins betur.