Kim Kardashian í gegnsæjum bol á Kanye tónleikum

Bonnaroo er tónlistar- og listaveisla í Tennessee, Bandaríkjunum. Hátíðin hefst alltaf á öðrum fimmtudegi í júní og stendur yfir í fjóra daga á ‚Great Stage Park‘.

Flestir á hátíðinni klæða sig upp í sveitastíl í heimagerðum hlýrabolum, gallabuxum og með strá í munninum. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian skar sig að sjálfsögðu úr á hátíðinni þegar hún klæddist gegnsæjum topp við hvítar buxur og hermannajakka. Hún var baksviðs og fylgdist með nýbökuðum eiginmanni sínum, Kanye West, rífa upp stemminguna á stóra sviðinu.

Hún deildi þessum tvem myndum á Instagramsíðu sína. Annarri af sjálfri sér með áhorfendur í bakgrunn og skrifaði undir myndina: „Oh hey 100,000 people! #Bonnaroo“.

Undir þessa skrifaði hún „YASSSSS just rocked Bonnaroo“. Greinilega stolt af sínum manni.