Þetta er nýi herra heimur árið 2014!

001

Mynd 1 af 8

Keppnin um herra heim var haldin í áttunda skiptið í Torbay, Englandi nú fyrr í dag. Sigurvegari keppninnar árið 2013, Francisco Escobar frá Kólumbíu krýndi herra heim þetta árið og var það hinn danski Nicklas Pedersen sem hreppti titilinn.

Faðir Nicklas lést af völdum krabbameins þegar hann var aðeins tveggja ára gamall og vonast hann til þess að geta notað tækifærin sem titillinn herra heimur hefur í för með sér og safnað fyrir rannsóknum á lækningu á krabbameini.

Myndir af þessum fallegasta manni heims um þessar mundir má sjá saman hér fyrir ofan.

Verst að við íslendingar höfum ekki haft keppanda á mótinu? Hver finnst þér að hefði átt að taka þátt fyrir Íslands hönd? Skildu eftir komment 😉