Vertu með kokteilbar í partýinu í sumar

margarita

Blessaður laugardagur,

Það er HM og það er laugardagur… er það ekki næg ástæða til þess að slá í veislu og bjóða góðum vinum í partý?

Það er alltaf gaman að bjóða upp á áfengi og hvað þá ef það er eitthvað annað en einn ískaldur bjór. Á sumrin er til dæmis gaman að bjóða upp á Margarítu!

Aðferðin er einföld,

Kremdu saman nokkur fersk ber, bættu við 2ml tequila og 1ml af Cointreau. Bættu við 6 ml af ferskum djús og einni sneið af Jalapeno og hristu með klökum. Fylltu upp í glasið með sódavatni og ef þú vilt getur þú skreytt með meiri ís og limesneið.

cointreauAllt hráefnið sem þú þarft er hérna:

Áfengi: Tequila og Cointreau, Sódavatn, Fersk ber, Djúsa (t.d. lime-, appelsínu- eða ananasdjús), Limesneiðar, Klaki

Áhöld: Glas, Hristiglas, Rör, Mæliglas og Kremjari.

Það er mjög kúl skraut að setja salt í skál, renna með lime-sneið yfir kantinn á glasinu þínu og leggja það ofan í saltið. Þannig verður glasið miklu girnilegra.

 

salt