Trend Dagsins: #VanPersing er nýji plankinn

Robin van Persie

Jæja samkvæmt nýjustu rannsókn Dagsins fylgjast 100% íslensku þjóðarinnar á einhvern hátt með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu akkúrat núna.

Margir vita að heims- og evrópumeistararnir, Spánn, voru niðurlægðir í gærkvöldi og að Hollendingurinn fljúgandi, Robin Van Persie, skoraði mögulega fallegasta mark mótsins í gærkvöldi. Flugskallinn hefur ekki bara ratað í sögubækur FIFA heldur einnig í sögu fáránlegra trenda sem poppa upp á samfélagsmiðlunum á hverjum degi.

Ekki leið á löngu eftir mark hollendingsins að menn voru farnir að tvíta myndum eins og þessum hérna,

 

Myndirnar eru flestar hashtaggaðar sem #VanPersing  – Og form er engin afsökun!!

 

Ætlar þú að #Vanpersa?