Fljúgandi sæbretti er draumaleiktæki.. ALLRA!

Vá, vá, vá!

Núna þarft þú að gera þetta skipulega. Opnaðu myndbandið hér fyrir ofan í gegnum Youtube. Veldu stillinguna 2160p eða 4K til þess að horfa á myndbandið í stjarnfræðilegum gæðum og leyfðu því að hlaðast inn (það tekur tíma) á meðan þú lest restina af þessum texta.

„Ef þetta er ekki svifbretti eins og þú hafðir ímyndað þér þá er það allt í lagi. Það gæti verið kominn tími til þess að sætta sig við það að framtíðin er enn betri en við þorðum að vona,“ segir gagnrýnandi CNET um nýja tækið.

Franski Jetski kappinn Franky Zapata er að lifa draum margra í myndbandinu hér fyrir ofan þar sem hann virðist fljúga yfir sjónum og marga metra upp í loftið á meðan hann leikur ótrúlegar listir í ‚slow-motion‘. Myndbandið er að kynna ‚The Hoverboard‘ sem er í ALVÖRU TIL.

Skoðaðu myndbandið og láttu þig dreyma, ef þú átt nokkrar krónur sem þú ert hættur að nota þá er hægt að kaupa tryllitækið hérna.