Svona átt þú að taka fullkomna Instagrammynd með snjallsíma

Eftir að flóðbylgja samskiptamiðla hefur riðið yfir allt og alla erum við flest orðin myndasjúk. Því miður, vegna þess að það er mjög skrítið. Instagram, Snapchat og Facebook, þetta er allt sama sagan. Það getur verið ótrúlega gaman að taka myndir í góða veðrinu í sumar en hvað gerum við þegar það byrjar að dimma. Hefur þú tekið eftir því hvað það er ómögulegt að taka myndir með iPhone flassinu til dæmis?

Þessi dýrmæta lexía um það hvernig á að taka fullkomnar myndir með iPhone snjallsímanum þínum og hámarka fjölda læka á Instagraminu þínu byrjar á dæmisögu:

Þú situr á veitingahúsinu Argentínu fjölskyldunni til þess að fagna afmæli yngri systur þinnar. Þeir sem hafa borðað á Argentínu vita að þar inni er lýsingin mjög dimm og kósý og hentar því miður ekki vel til myndatöku. Lýsingin stoppar ekki nokkurn heilvita mann með snjallsíma í að ná góðu snappi eða mynd fyrir Instagram svo þegar allir eru komnir með matinn sinn rífur þú upp símann og smellir mynd af afmælisbarninu.

Allt gekk þetta eins og í sögu, kæri lesandi, nema eitt lítið smáatriði. Það er sú staðreynd að myndin þín er hræðileg. Að öllum líkindum er hún alltof upplýst, viðfangið er eins og draugur og bakgrunnurinn stelur athyglinni.

En örvætnu ekki, kæri lesandi, eftir að hafa lesið þessa færslu verður þú reynslunni ríkari og munt taka hágæða myndir líkt og í Sigurðu Breiðdal ljósmyndari væri sjálfur að verki. Það eina sem þú þarft er síminn þinn… og já sími vinar þíns líka.

Ferlið má læra í eftirfarandi fimm skrefum:

#1 – Rændu síma af vini þínum (eða fáðu hann lánaðann). Þú þarft tvo síma. Einn til þess að taka myndina og annan til þess að varpa ljósi á módelið með vasaljósnu á símanum.

#2 – Veldu þér aðstoðarmann. Auðveldast er að fá vin til þess að beina ljósinu að viðfanginu sem á að mynda. Þetta ferli er afskaplega flókið en með tímanum getur þú lært að taka bæði myndina og sjá um ljósin. Myndin getur orðið enn flottari ef fleiri en eitt vasaljós eru notuð.

#3 – Uppsetning. Ef við erum ennþá stödd á veitingastaðnum og staðráðin í að ná mynd af afmælisbarninu er best að ljósamaðurinn haldi ljósinu ofar en ljósmyndarinn sjálfur sem tekur myndina.

#4 – Taktu myndina. Hér fyrir neðan eru tvær myndir. Báðar eru þær teknar á iPhone 5s frá iSímanum. Myndin til vinstri er tekin í dimmu herbergi með iPhone flassinu og ég held að allir geti verið sammála um það að Gauti hefur litið betur út.

Á hægri myndinni er tæknin notuð sem ég sagði ykkur frá hér að ofan. Hér lítur Gauti út alveg eins og módel, nema bara flottari. Bringuhárin fá alveg að njóta sín, fötin verða ekki upplýst og hann er sjálfur ekki eins og draugur.

gauti1gauti2


 

Þú ert í undirstöðuatriðum orðin/n atvinnuljósmyndari núna, til hamingju.

Ef við víkjum aftur að sögunni þá á afmælisbarnið á Argentínu tvímælalaust eftir að þakka þér fyrir vel tekna mynd og á jafnvel eftir að skella henni í ‚profile‘. Ég veit að Gauti á eftir að gera það.

Gangi þér vel,

#dagurinn